Viktor drjúgur í jafntefli

Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes gerðu jafntefli gegn Toulouse, 33:33, í frönsku 1. deildinni í handbolta í dag. 

Viktor varði tíu skot í leiknum og var 28% markvarsla. 

Nantes er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, þremur frá toppliði Montpellier. 

mbl.is