Óðinn sterkur í ótrúlegum 99 marka leik

Óðinn Þór Ríkharðsson stóð fyrir sínu.
Óðinn Þór Ríkharðsson stóð fyrir sínu. mbl.is/Óttar Geirsson

Kriens hafði betur gegn Kadetten á heimavelli í ótrúlegum þriðja leik liðanna í úrslitum svissneska handboltans í dag. Er staðan nú 2:1, Kadetten í vil, en Kadetten hefði orðið svissneskur meistari með sigri í dag.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 29:29 og því þurfti að framlengja. Þar skoruðu liðin 13 mörk hvort og réðust úrslitin því í vítakeppni. Að lokum vann Kriens 8:7 eftir bráðabana og 50:49 samanlagt.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk fyrir Kadetten í venjulegum leiktíma en komst ekki á blað í framlengingunni. Hann skoraði hins vegar úr tveimur vítum í vítakeppninni. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.

Fjórði leikurinn fer fram á heimavelli Kadetten á fimmtudaginn kemur og fær liðið þá annað tækifæri til að tryggja sér svissneska meistaratitilinn.

mbl.is