Akureyringurinn valinn bestur í Noregi

Dagur Gautason í leik með KA
Dagur Gautason í leik með KA Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Dagur Gautason var valinn besti vinstri hornamaður norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær. Akureyringurinn hefur slegið í gegn hjá ØIF Arendal á tímabilinu.

Arendal endaði í þriðja sæti deildarinnar og komst alla leið í undanúrslit en auk Dags var línumaðurinn Sondre Gjerdalen valinn bestur í sinni leikstöðu og Mathias Larson varð markakóngur deildarinnar.

Dagur skoraði 133 mörk í deildinni og var valinn í úrvalslið fyrri hluta mótsins. Helstu tilþrif Dags á tímabilinu má sjá hér að neðan.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka