Landsmótið formlega sett í kvöld

Hestur og knapi við æfingar á gæðingavellinum í gær.
Hestur og knapi við æfingar á gæðingavellinum í gær. Eggert Jóhannesson

Landsmót hestamanna í Víðidal verður formlega sett í kvöld, kl. 19:30. Setningarathöfnin hefst með hópreið fulltrúa allra aðildarfélaga Landssambands hestamanna að venju, en í ár hefur hvert félag tilnefnt þrjá fulltrúa til að koma fram fyrir þess hönd. Að hópreið lokinni tekur Magni Ásgeirsson lagið og Dísella Lárusdóttir óperusöngkona syngur þjóðsönginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun svo setja mótið formlega.

Nú í morgun hófust milliriðlar í ungmennaflokki sem standa með hléum til 15:30. Eftir það taka við milliriðlar í A-flokki á gæðingavellinum. Eftir setningarathöfn hefst forkeppni í tölti. Á kynbótavellinum hófst dagskrá að vanda kl. 8 í morgun með yfirlitssýningum kynbótahryssa. Mbl.is greindi frá því í gær að mikil ánægja væri með hryssurnar í ár og hefur fjöldi afkvæma verðlaunahesta aldrei verið fleiri, að sögn Þorvalds Kristjánssonar, yfirmanns kynbótadómnefndarinnar.

Í Horses of Iceland-tjaldinu verður sýnikennsla á vegum Félags tamningamanna í reiðgerði í hádeginu. Í Top Reiter-tjaldinu verður lifandi tónlist í hádegis- og kvöldmatarhléum og gítarpartí í kvöld.

Frá markaðstjaldinu þar sem ýmiss konar varningur er til sölu.
Frá markaðstjaldinu þar sem ýmiss konar varningur er til sölu. Eggert Jóhannesson
Matarvagnar og veitingastaðir eru opnir alla daga frá morgni til …
Matarvagnar og veitingastaðir eru opnir alla daga frá morgni til kvölds í Víðidal. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert