Norðurlandamóti í hestaíþróttum aflýst

Íslenska liðið á Norðurlandamótinu 2018.
Íslenska liðið á Norðurlandamótinu 2018. Ljósmynd/ihhestar.is

Formenn sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020 sem fram átti að fara í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst verði aflýst vegna kórónuveirunnar. 

Landssamband hestamannafélaga greindi frá á vefsíðu sinni í dag. Næst verður keppt á mótinu árið 2022, en það fer fram á tveggja ára fresti. 

Yfirlýsing formanna sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn: 

Formenn sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020, sem vera átti í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst, verði aflýst vegna COVID-19. Þetta er dapurleg niðurstaða en aðrir möguleikar eru því miður ekki í stöðunni. Hestamenn eru hvattir til að halda áfram að ríða út og þjálfa og nýta sér tölvutækni til að „hittast“ í þessum óvenjulegu og erfiðu aðstæðum.

Sjáumst á frábæru Norðurlandamóti árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert