Sá grófasti í sögu HM

Rafael Márquez getur orðið spjaldahæsti leikmaður HM frá upphafi
Rafael Márquez getur orðið spjaldahæsti leikmaður HM frá upphafi AFP

Mexíkóinn Rafa Márquez getur sett vafasamt met á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn.

Ef Márquez, sem er að spila á sínu fimmta heimsmeistaramóti, fær spjald verður hann sá leikmaður sem oftast hefur fengið gult eða rautt spjald í sögu heimsmeistarakeppninnar. Eins og er deilir hann toppsætinu með engum öðrum en Zinedine Zidane með fimm spjöld.

Ástralinn Tim Cahill gæti þó veitt honum harða keppni. Hann er aðeins einu spjaldi á eftir Márquez. Cahill verður einnig meðal þátttakenda í Rússlandi.

mbl.is