Alfreð hagnaðist afar vel á hruninu

Alfreð Finnbogasyni stóð til boða að fara út í háskólanám ...
Alfreð Finnbogasyni stóð til boða að fara út í háskólanám í Bandaríkjunum á fótboltastyrk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alfreð Finnbogason var á leið í nám í bandarískum háskóla árið 2009 en hætti við þau áform eftir að hafa þá um sumarið fengið næg tækifæri til að sýna sig og sanna með meistaraflokki Breiðabliks. Þessi 29 ára gamli knattspyrnumaður úr Grindavík vann sig upp í það að verða einn fremsti atvinnumaður þjóðarinnar og er nú mættur á heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hvatti í vetur íslensk félög til þess að nýta tækifærið nú, þegar augu heimsins væru á minnstu þjóð sögunnar til að komast á HM, og reyna sitt besta til að láta íslenska leikmenn njóta sviðsljóssins í Pepsi-deildinni. Alfreð fékk einmitt sitt tækifæri á tíma þegar Breiðablik „neyddist“ í raun til að nota unga, íslenska leikmenn, í kjölfar fjármálahrunsins á Íslandi, og ávöxturinn af því er óumdeilanlega góður.

„Í mínu tilfelli var það þannig að ég fékk engin tækifæri til að fara út [til erlends félags] þegar ég var ungur. Ég var mjög seinþroska, byrjaði ekki að stækka fyrr en seint og um síðir, og varð því bara að fara þá leið sem ég fór. Það er oft rætt um hvort sé betra að fara ungur út eða síðar, en þetta var ekkert sem ég ákvað heldur eina leiðin í boði fyrir mig. Eftir á að hyggja hefur þetta allt gerst á réttum tíma hjá mér og mér finnst ótrúlega gaman að hafa spilað í íslensku deildinni,“ segir Alfreð.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.