Spaugileg ummæli Mourinho um Ísland

„Ég held að þessir strákar frá Íslandi hafa verið að borða kjöt í morgunmat frá barnsaldri,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, um leikmenn íslenska landsliðsins eftir 1:1-jafnteflið gegn Argentínu á HM fyrr í dag.

„Þeir eru svo ótrúlega sterkir, í góðu formi og fótboltinn sem þeir spila er fullkomnlega aðlagaður að því hvernig leikmenn þeir hafa,“ sagði hann að lokum. Sjá má myndskeiðið hér að neðan.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

José Mourinho hefur gaman af íslensku strákunum.
José Mourinho hefur gaman af íslensku strákunum. AFP
mbl.is