Eru ekki 20 þúsund Íslendingar á leið á völlinn?

Gernot Rohr landsliðsþjálfari Nígeríu og markvörðurinn Francis Uzoho á fréttamannafundinum …
Gernot Rohr landsliðsþjálfari Nígeríu og markvörðurinn Francis Uzoho á fréttamannafundinum á Volgograd Arena. AFP

Gernot Rohr landsliðsþjálfari Nígeríu var spurður út það sem kollegi hans, Heimir Hallgrímsson, sagði fyrr í dag að hitinn hentaði kannski Nígeríu betur en Íslandi þegar þjóðirnar mætast í 2. umferð riðlakeppninnar á HM í knattspyrnu í Volgograd á morgun.

„Eru ekki 20 þúsund Íslendingar á leið á völlinn? Það voru 25 þúsund Króatar á síðasta leik en kannski 250 Nígeríumenn. Þetta ætti að hjálpa Íslandi, en kannski er hitastigið betra fyrir Nígeríumenn.

Þeir spila samt margir hverjir í Evrópu og eru því ekki vanir því að undanförnu. Við reynum samt að nýta allt," sagði Rohr.

Búist er við því að hitastigið í Volgograd á morgun verði 30-32 stig í glaðasólskini eins og hefur verið í borginni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert