Jafnar Króatía met í leiknum gegn Íslandi?

Króatar á æfingu í Rússlandi í gær.
Króatar á æfingu í Rússlandi í gær. AFP

Króatar geta jafnað met í sögu heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þegar þeir mæta Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar á Rostov Arena á morgun.

Ef Króatar vinna leikinn án þess að fá á sig mark verða þeir fjórða liðið í sögu HM sem vinnur alla leiki sína í riðlakeppninni og heldur marki sínu hreinu.

Brasilía afrekaði það á HM í Svíþjóð 1958, Ítala á heimavelli 1990 og Argentína á HM í Frakklandi 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert