„Forréttindi að vinna með Japönum“

Japanar skildu við búningsklefann sinn tandurhreinan og með skilaboðunum „takk …
Japanar skildu við búningsklefann sinn tandurhreinan og með skilaboðunum „takk fyrir" á rússnesku.

Þó að Japan hafi dottið út af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í gær eftir grátlegt 3:2 tap fyrir Belgum sem skoruðu sigurmarkið á 94. mínútu hafa Japanar unnið hug og hjörtu fólks með frammistöðu sinni innan og ekki síst utan vallar.

Þegar leikir japanska landsliðsins klárast tína stuðningsmenn liðsins rusl upp eftir sig og aðra. Þetta gera þeir sama hvernig leikirnir fara og á því var engin breyting í gær en stuðningsmenn, sem voru auðsjáanlega fúlir eftir tap sinna manna, sáust fara frá Rostov Arena í gær með fulla poka af rusli.

Japönsku leikmennirnir gerðu slíkt hið sama í búningsklefanum eftir leik en myndir hafa borist af klefanum frá starfsfólki FIFA.

„Þetta er japanski búningsklefinn eftir að þeir töpuðu fyrir Belgum með marki á 94. mínútu,“ skrifaði einn starfsmaðurinn.

„Þeir þökkuðu stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn, hreinsuðu allt eftir sig (á bekknum og í búningsklefanum) og töluðu við fjölmiðla. Þeir skildu meira að segja miða eftir með takk fyrir á rússnesku.“

„Þvílík fyrirmynd fyrir öll lið!! Það eru forréttindi að vinna með Japönum.“   

Japanskir stuðningsmenn að tína rusl eftir að hafa dottið út …
Japanskir stuðningsmenn að tína rusl eftir að hafa dottið út fyrir Belgíu í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert