Loksins vann England í vítakeppni

England vann sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM í fótbolta er landslið þjóðarinnar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1:1 og voru Englendingar sterkari á vítapunktinum.

Staðan var markalaus í hálfleik, þótt Englendingar væru sterkari aðilinn. Enska liðið skoraði loks á 57. mínútu úr vítaspyrnu sem það náði sjálft í. Það virtist ætla að verða sigurmarkið því staðan var 1:0, þangað til í uppbótartíma. Þá skoraði Yerri Mina með skalla eftir hornspyrnu og tryggði Kólumbíu framlengingu. 

Framlengingin var með rólegasta móti og réðust úrslitin því í vítakeppni. Englendingar skoruðu úr fjórum spyrnum á móti þremur hjá Kólumbíu og tryggði Eric Dier Englandi sæti í átta liða úrslitum með marki úr síðustu spyrnunni. 

England mætir Svíþjóð í Samara á laugardaginn kemur í átta liða úrslitunum. 

Harry Kane kom Englandi yfir.
Harry Kane kom Englandi yfir. AFP
Kólumbía 4:5 England opna loka
121. mín. Radamel Falcao (Kólumbía) skorar úr víti Fyrsta vítið er griðarlega öruggt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert