Vil sýna að ég er einn sá besti

Dejan Lovren.
Dejan Lovren. AFP

Dejan Lovren, miðvörður króatíska landsliðsins og Liverpool, ætlar að sýna og sanna í undanúrslitaleik Króata og Englendinga, sem mætast í Moskvu annað kvöld, að hann sé einn af bestu varnarmönnum í heimi.

Lovren hefur spilað vel í hjarta varnarinnar hjá Króötum sem freista þess að spila til úrslita um heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Króatar eru meðvitaðir um styrk Englendinga og ekki síst fyrirliðans Harry Kane en ef að líkum lætur munu Lovren og Kane takast hressilega á í leiknum. Kane er markahæsti leikmaðurinn á HM, hefur skorað 6 mörk í keppninni.

„Kane er einn af bestu sóknarmönnunum í ensku úrvalsdeildinni og er með þeim betri í öllum heiminum. En mér finnst gaman að takast á við svona framherja og ég vil sýna öllum að ég er einn af bestu varnarmönnum í heimi,“ segir Lovren.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert