Verðmiðinn hækkar með hverjum leik

Cody Gakpo hefur skorað þrjú mörk úr þremur tilraunum á …
Cody Gakpo hefur skorað þrjú mörk úr þremur tilraunum á HM. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Hinn 23 ára gamli Cody Gakpo hefur stolið senunni á HM í fótbolta í Katar, en hann skoraði sitt þriðja mark á mótinu í öruggum 2:0-sigri Hollands á gestgjöfunum í gær. Gakpo hefur nýtt færin sín á mótinu afar vel og skorað úr öllum þremur tilraunum sínum til þessa. Eitt með skalla, eitt með vinstri fæti og annað með hægri fæti.

Hann er fjórði Hollendingurinn til að skora í þremur leikjum í röð á lokamóti HM. Johan Neeskens afrekaði slíkt árið 1974, Dennis Bergkamp árið 1994 og Wesley Sneijder 2010. Gakpo er sá eini sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjum sínum á lokamótinu.

Þrátt fyrir að hafa stolið senunni á sjálfu heimsmeistaramótinu leikur Gakpo enn með uppeldisfélagi sínu PSV í heimalandinu. Þar lék hann fyrsta aðalliðsleikinn árið 2018. Hann hefur vaxið með hverju tímabili.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert