Fyrirliðinn fór meiddur af velli

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson meiddist í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Hollendingum á fjögurra þjóða mótinu sem lauk í Noregi í gær. Guðjón haltraði af velli á 22. mínútu og kom ekkert meira við sögu eftir það.

„Við vitum ekki hversu slæm þessi meiðsli eru hjá Guðjóni. Það er sin við hnéð sem hefur verið að angra hann í einhvern tíma. Maður er aldrei í rónni þegar menn eru með sinarmeiðsli en vonandi er þetta ekkert alvarlegt,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær.

Sigvaldi Guðjónsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnar Freyr Arnarsson léku ekki með á mótinu í Noregi og spurður út í þá sagði Guðmundur;

Sigvaldi er á réttri leið og við erum bjartsýnir á að hann nái sér að fullu. Stefán Rafn Sigurmannsson fékk líklega inflúensu og það tekur tíma fyrir hann að jafna sig á henni og við þurfum að taka stöðuna á Arnari Frey sem nefbrotnaði á dögunum. Við höfum verið með prógramm fyrir Arnar heima og það er búið að smíða fyrir hann grímu sem hann getur notað á æfingum. En læknar telja að hann eigi að verða klár í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur.

Sjá allt um íslenska landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert