Guðmundur er sá fyrsti sem fer þrisvar á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þótt Guðmundur Þ. Guðmundsson hafi verið landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik karla í ríflega átta ár á þessari öld hefur hann aðeins tvisvar áður stýrt íslenska landsliðinu á heimsmeistaramóti; á HM 2003 í Portúgal og átta árum síðar á HM í Svíþjóð.

Guðmundur er fyrsti landsliðsþjálfarinn til þess að fara með íslenskt landslið þrisvar á HM sem þjálfari.

Aron Kristjánsson hefur stýrt íslenska landsliðinu tvisvar á HM, 2013 og 2015, eins og Bogdan Kowalsczyk, 1986 og 1990, Hallsteinn Hinriksson 1958 og 1961, Karl Benediktsson 1964 og 1974, Þorbergur Aðalsteinsson 1993 og 1995 og Þorbjörn Jensson 1997 og 2001.

Alfreð Gíslason (2007), Birgir Björnsson (1978), Hilmar Björnsson (1970) og Viggó Sigurðsson (2005) eiga eitt mót hver að baki sem landsliðsþjálfari.

Af þeim léku Bogdan, Hallsteinn og Hilmar aldrei sem leikmenn Íslands á HM.

Guðmundur tók þátt í tveimur heimsmeistaramótum sem leikmaður, 1986 og 1990. Hann lék samtals 12 leiki í lokakeppni HM og skoraði 27 mörk. Til viðbótar stýrði hann danska landsliðinu í tvígang á HM, 2015 í Katar og fyrir tveimur árum í Frakklandi. Einnig var Guðmundur aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins á HM og starfaði með Alfreð Gíslasyni sem þá var við stjórnvölinn. iben@mbl.is

Greinin er úr HM-blaði Morgunblaðsins sem fylgdi blaðinu miðvikudaginn 9. janúar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »