„Liðið er á hárréttri leið“

Hart tekist á í leik Íslendinga og Króata. Þarna glíma …
Hart tekist á í leik Íslendinga og Króata. Þarna glíma Ólafur Gústafsson, Arnar Freyr Arnarsson og Aron Pálmarsson við Manuel Strlek og Luka Cindric. AFP

Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá Páli Ólafssyni að loknum fyrsta leiknum á HM en Páll er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður og síðar þjálfari.

„Mér fannst margt vera jákvætt í þessum leik. Mínar væntingar til þessa liðs í mótinu eru á þá leið að það bæti sína handboltagetu og þessi frammistaða var í takti við það. Ég hef einnig fylgst með liðinu í aðdragandanum og það er á hárréttri leið. Jafnvel er það komið lengra en ég bjóst við.

Þetta er eitthvað til að byggja á og menn eiga ekki að svekkja sig of mikið á þessu tapi. Ekki voru gerðar miklar kröfur fyrir fram um sigur í þessum leik þótt vissulega ættum við tækifæri í leiknum. Ef menn fara ekki að dvelja við það þá hef ég engar áhyggjur af framhaldinu,“ sagði Páll sem lék sem leikstjórnandi í landsliðinu á sínum tíma og hann hreifst af frammistöðu leikstjórnandans Elvars Arnar Jónssonar.

Sjá viðtal við Pál í heild í íþrottablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »