Sex leikir á HM í dag

Frakkinn Timothey N'Guessan skýtur að marki Brasilíumanna en heimsmeistarar Frakka …
Frakkinn Timothey N'Guessan skýtur að marki Brasilíumanna en heimsmeistarar Frakka voru í miklu basli með brasilíska liðið. AFP

Sex leikir fara fram á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Þýskalandi og Danmörku í dag en þá verður leikin önnur umferð í A- og C-riðlum.

Áhugaverðasti leikur dagsins er án efa viðureign Frakka og Serba í Berlín klukkan 19.30 í kvöld í A-riðlinum í Berlín. Frakkar unnu Brasilíu naumlega í gær, 24:22, og Serbar gerðu jafntefli við Rússa, 30:30. 

Rússar mæta Kóreu klukkan 14.30 og Þjóðverjar mæta Brasilíu klukkan 17.15.

Leikirnir þrír í C-riðlinum í Herning eru allir tiltölulega fyrirsjáanlegir. Patrekur Jóhannesson og hans menn í Austurríki mæta Síle klukkan 14, Norðmenn mæta Sádi-Arabíu klukkan 16.30 og Danir taka á móti Túnis klukkan 19.15. Allt annað en öruggir sigrar Austurríkis, Noregs og Danmerkur kæmu verulega á óvart en þessi lið unnu líka sína leiki í fyrstu umferðinni án teljandi vandræða.

Önnur umferð B- og D-riðla er leikin á morgun, sunnudag, og þá leikur Ísland við Spán klukkan 18.00 í München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert