Þrír íslenskir áhorfendur á leiknum

Íslendingar verða fámennir í stúkunni, eftir því sem HSÍ best …
Íslendingar verða fámennir í stúkunni, eftir því sem HSÍ best veit. AFP

„Það yrði frábær árangur að enda í topp tíu og við ætlum okkur þangað. Það verður ekkert gefið eftir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við mbl.is. Leikur Íslands og Brasilíu á heimsmeistaramótinu 2019 hefst kl. 14:30 og var liðið í rútunni á leið í höllina þegar mbl.is sló á þráðinn.

Vinni Ísland leikinn getur liðið hafnað í 9. eða 10. sæti, sem yrði besti árangur Íslands á HM í handbolta síðan 2011.

Kjartan segir að HSÍ viti af þremur íslenskum áhorfendum á leiknum, en aðstandendur landsliðsmannanna sneru heim á leið eftir stórleiki helgarinnar. „Það eru hins vegar stórir leikir beint á eftir leik Íslands og Brasilíu, svo það verða líklega einhver þúsund áhorfenda á leiknum.“

Liðið fékk tveggja daga hvíld frá leikjum eftir stranga keppnishelgi og segir Kjartan strákana klára í síðasta leikinn.

Ólafur Guðmundsson og Elvar Örn Jónsson eru klárir í leikinn.
Ólafur Guðmundsson og Elvar Örn Jónsson eru klárir í leikinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert