Í fyrsta sinn í 45 ár

Mikkel Hansen fagnar heimsmeistaratitlinum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær.
Mikkel Hansen fagnar heimsmeistaratitlinum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. AFP

Daninn Mikkel Hansen er fyrsti heimsmeistarinn sem verður markakóngur á heimsmeistaramóti í handbolta í 45 ár.

Hansen skoraði 72 mörk, 13 mörkum meira en norski hornamaðurinn Magnus Jøndal sem skoraði 59 mörk á mótinu.

Það eru liðin 45 ár síðan markakóngur á HM hampaði heimsmeistaratitli. Síðast gerðist það árið 1974 þegar Rúmeninn Stefan Birtalan varð markakóngur en hann skoraði þá 43 mörk í sex leikjum.

Þetta er í annað sinn sem Hansen verður markakóngur á HM eða jafnoft og Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov sem endaði sem markahæsti leikmaðurinn á HM 2009 og 2017.

Einn leikmaður hefur þrisvar sinnum orðið markakóngur á HM. Það var S-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-Shin sem varð markakóngur á HM 1993, 1995 og 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert