Dagur sendi Ísland niður í tuttugasta sætið – lagði Halldór á HM

Dagur Sigurðsson segir sínum mönnum í japanska liðinu til í …
Dagur Sigurðsson segir sínum mönnum í japanska liðinu til í leiknum í dag. AFP

Dagur Sigurðsson fagnaði sigri gegn Halldóri Jóhanni Sigfússyni á HM í handknattleik í Egyptalandi í dag þegar Japan sigraði Barein í lokaumferði milliriðils tvö, 29:25.

Japan fékk þar með þrjú stig í milliriðlinum og endar í fimmta sæti, á eftir Danmörku, Argentínu, Króatíu og Katar, en þrjú síðarnefndu liðin slást um annað sætið síðar í dag. Barein var hinsvegar án stiga í riðlinum.

Þetta þýðir jafnframt að Ísland er með lakasta árangur þeirra fjögurra liða sem enduðu í fimmta sæti milliriðlanna og endar fyrir vikið í 20. sæti mótsins. Hvíta-Rússland er í sautjánda sæti, Brasilía í átjánda og Japan í nítjánda sæti.

Barein: Mohamed Ahmed 5, Husain Alsayyad 5, Komail Mahfoodh 4, Hasan Alfardan 2, Ali Salman 2, Mohamed Habib 2, Ali Merza 2, Ahmed Fadhul 2, Mohamed Merza 1.

Japan: Tatsuki Yoshino 9, Jin Watanabe 8, Hiroki Motoki 5, Kohei Narita 2, Shuichi Yoshida 2, Kotaro Mizumachi 1, Yuto Agarie 1, Remi Anri Doi 1.

Brasilía vann Úrúgvæ mjög auðveldlega, 37:17, í uppgjöri grannþjóðanna sem urðu í tveimur neðstu sætunum í milliriðli eitt. Brasilía vann þar með sinn fyrsta og eina leik á mótinu og fékk þrjú stig en Úrúgvæ ekkert.

Brasilía: Jose Luciano 7, Rogerio Moraes 5, Rudolph Hackbarth 5, Gustavo Rodrigues 4, Guilherme Torriani 4, Arthur Patrianova 3, Joao Silva 3, Fabio Chiuffa 3, Haniel Langaro 2, Vinicius Teixeira 1.

Úrúgvæ: Gabriel Chaparro Almada 3, Geronimo Goyoaga 3, Sebastian Geronimo 3, Federico Rubbo 2, Bruno Valentin Mendez 1, Gabriel Spangenberg 1, Rodrigo Javier Botejara 1, Diego Morandeira 1, Alejandro Martin Velazco 1, Facundo Manuel Liston 1.

Sætaröðin frá 17 til 24 er þá á hreinu en á morgun verður ljóst hvernig liðin raðast í sæti 9 til 16 og 25 til 32. 

17 - Hvíta-Rússland
18 - Brasilía
19 - Japan
20 - ÍSLAND
21 - Barein
22 - Alsír
23 - Norður-Makedónía
24 - Úrúgvæ

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Barein tekur bakföll í leiknum við …
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Barein tekur bakföll í leiknum við Japan í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert