Skrýtin ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fer yfir málin á æfingu í vikunni.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fer yfir málin á æfingu í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins að senda leikmenn á HM karla í einangrun í fimm daga ef þeir greinast með kórónuveirusmit er skrýtin.

Við höfum séð hvert stórmótið á fætur öðru seinni hluta ársins 2022 þar sem öllum takmörkunum vegna veirunnar hefur verið sleppt.

Á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar í nóvember og desember léku 32 landslið, alls staðar að úr heiminum, rétt eins og á HM í handbolta í Svíþjóð og Póllandi í þessum mánuði.

Engar fréttir bárust af veirunni við Persaflóann, hvorki í hópi leikmanna né hjá þeim tugum þúsunda áhorfenda sem sóttu hvern leik fyrir sig.

Heilt Evrópumót kvenna í handbolta fór fram í þremur löndum á Balkanskaganum í nóvember og þar spurðist heldur ekkert til veirunnar.

Bakvörð Víðis má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert