Eitt sem ekki mun ganga eftir

Íslensku leikmennirnir voru daprir í leikslok í Gautaborg í gærkvöld.
Íslensku leikmennirnir voru daprir í leikslok í Gautaborg í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grænhöfðaeyjar ná jafntefli gegn Ungverjalandi á morgun. Eða vinna.

Ísland sigrar Brasilíu og Portúgal nær ekki að vinna Svíþjóð.

Þar með verður Ísland komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins. Einfalt, ekki satt?

Tvennt af þessu þrennu getur hæglega gengið upp. Íslenska liðið ætti að vinna Brasilíu á eðlilegum degi, ef vonbrigðin eftir tapið gegn Svíum í gærkvöld verða ekki yfirþyrmandi.

Svíar ættu að vinna eða ná alla vega jafntefli gegn Portúgal, miðað við það sem á undan er gengið. En þeir eru reyndar vísir til að hvíla sína sterkustu menn þar sem þeir eru þegar búnir að vinna riðilinn.

Gallinn við þessar vangaveltur er sá að sunnudagurinn hefst á leik Ungverjalands og Grænhöfðaeyja og ungverska liðið mun aldrei klúðra þeirri stöðu sem það er komið í eftir sigurinn á Brasilíu í gær og tap íslenska liðsins. Því miður.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »