Getan er fyrir hendi

Dennis Hedström var í ham í gærkvöldi.
Dennis Hedström var í ham í gærkvöldi. mbl.is/Golli

,,Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta er í fyrsta skipti sem okkur tekst að vinna Serbíu og við gerðum það á heimavelli. Við erum komnir með tvo sigra og nú getum við sett stefnuna á að reyna að næla í verðlaun.“

Þetta sagði markvörðurinn snjalli, Dennis Hedström, þegar Morgunblaðið náði tali af honum þegar 5:3 sigurinn á Serbíu var í höfn í Skautahöllinni í gærkvöldi.

Útlitið var slæmt eftir sjö mínútna leik en þá var staðan 2:0 fyrir Serbíu en Dennis sagði að landsliðsmennirnir hafi ekki misst trúna á að þeir gætu unnið.

Sjá nánar um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.