Jónas Breki: Þetta var ömurlegt

Jónas Breki Magnússon, aldursforsetinn í íslenska landsliðinu í íshokkí, var allt annað en sáttur við frammistöðuna á móti Spáni í kvöld þegar mbl.is ræddi við hann. 

Ísland tapaði 0:4 fyrir Spáni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal.

„Það var nú margt sem fór úrskeiðis. Við áttum að gera ýmsa hluti sem þjálfarinn var búinn að segja sem við gerðum ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði Jónas Breki meðal annars við mbl.is að leiknum loknum í kvöld.

Hann segir að íslensku landsliðsmennirnir hafi sett stefnuna á bronsverðlaun fyrir mótið og annað kvöld ætla þeir að landa þeim. „Við verðum bara að vinna leikinn á morgun. Við erum búnir að segja allan tímann að við ætlum að vinna brons. Við gerum það á morgun.“

Jónas Breki Magnússon í leiknum í kvöld.
Jónas Breki Magnússon í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar
mbl.is