Esja harmar sinn þátt í umræðunni

Úr leik Esju og Bjarnarins í gærkvöld.
Úr leik Esju og Bjarnarins í gærkvöld. mbl.is/Hari

Stjórn Íslandsmeistara Esju í íshokkí sendi frá sér tilkynningu í dag, en mikið hefur gustað um íshokkíheiminn hér á landi og náði það nýjum hæðum í gær.

Esja vann þá hádramatískan 7:6-sigur á Birninum og í leikslok var Jónas Breki Magnússon, liðsstjóri Bjarnarins og þrautreyndur landsliðsmaður, harðorður í viðtali við mbl.is í garð forsvarsmanna Esju. Nánar má lesa um það í meðfylgjandi frétt.

Í tilkynningu frá Esju í dag segir að félagið ætli ekki að taka frekari þátt í umræðum á netinu og láta verkin tala á ísnum:

„Umræða síðasta mánuðinn í íshokkíheiminum hefur snúist um allt annað en íshokkí og stjórn UMFK Esju harmar sinn þátt í umræðunni og hefur beðist afsökunar á ummælum sem hafa verið látið falla í hita leiksins. Einnig höfum við ákveðið að taka ekki frekari þátt í leiðinlegum umræðum á internetinu, einbeita okkur að íshokkíi og láta verkin tala inni á ísnum,“ segir í tilkynningunni sem má í heild sinni lesa hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert