Lehtinen ráðinn yfirþjálfari SA

Sami Lehtinen og Ólöf Björk Sigurðardóttir, formaður íshokkídeildar, handsala samninginn.
Sami Lehtinen og Ólöf Björk Sigurðardóttir, formaður íshokkídeildar, handsala samninginn. Ljósmynd/SA

Finninn Sami Lehtinen hefur skrifað undir samning við SA hokkídeild og tekur við sem yfirþjálfari fyrir komandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Skautafélags Akureyrar.

Sami verður yfirþjálfari meistaraflokkanna, 2. flk , 3. flk og 4. flk ásamt því að stýra markmannsþjálfun. Hann mun einnig gegna hlutverki þróunastjóra og koma að stefnumótun deildarinnar til langs tíma.

„Sam er 48 ára gamall fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí en hefur síðastliðin 14 ár starfað við þjálfun og komið víða að. Á síðasta tímabili þjálfaði Sami Nybro Vikings í 1. deildinni í Svíþjóð en hann hefur lengst [af] starfað fyrir heimaklúbbinn sinn, Rauma Lukko, sem er eitt allra öflugasta félagslið Finnlands.

Þar hefur Sami gegnt flestöllum yfirþjálfarastöðum í félaginu en meðal annars verið aðalþjálfari unglingaliða ásamt því að gegna yfirþjálfarastöðum bæði yngri flokka og unglingaflokka. Sami hefur einnig mikla reynslu af markmannsþjálfun og verið markmannsþjálfari liða í efstu deild í Finnlandi. Sami hefur einnig komið að framtíðarmótun og þróunarstarfi í Finnlandi en reynsla hans á því sviði á eftir að vega þungt fyrir ungt íslenskt íshokkí,“ segir á heimasíðu SA.

„Ég er spenntur fyrir því að kynnast nýrri menningu og nýjum klúbbi. Starfið er bæði hvetjandi og krefjandi og [ég] hlakka til að byrja [að] vinna með íþróttahliðina hjá SA hokkí. 

Árangur síðasta tímabils var fullkomin[n] hjá félaginu svo ég vonast til þess að geta haldið áfram á sömu braut en fyrst og fremst að þróa leikmennina hvern fyrir sig en á sama tíma byggja upp faglega hluta félagsins,“ segir Sami Lehtinen á heimasíðu SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka