Eistar of sterkir fyrir Akureyringa

Skautafélag Akureyrar.
Skautafélag Akureyrar. mbl.isEggert Jóhannesson

Eistneska íshokkífélagið Tartu Välk vann yfirburðasigur, 8:0, á Skautafélagi Akureyrar er liðin mættust í Evr­ópu­keppni fé­lagsliða karla í ís­hokkí í borginni Sófíu í Búlgaríu í dag.

Eistarnir frá Tartu unnu fyrstu lotu 1:0, aðra lotu 2:0 og þriðju og síðustu lotu 5:0. 

SA er því úr leik í keppninni og raunar Tartu Välk sömuleiðis þar sem aðeins efsta liðið, KHL Sisak frá Króatíu, fer áfram

mbl.is