Hildur til Grindavíkur

Hildur Sigurðardóttir sést hér í leik með KR. Hún hefur …
Hildur Sigurðardóttir sést hér í leik með KR. Hún hefur nú gert eins árs samning við Grindavík. mbl.is

Kvennaliði Grindavíkur í körfubolta hefur borist mikill liðsstyrkur en ein besta körfuknattleikskona landsins, bakvörðurinn Hildur Sigurðardóttir, hefur skrifað undir eins árs samning við félagið.

Hildur, sem er 24 ára gömul, lék með sænska liðinu Jamtland í fyrra. Hún hefur allan sinn meistaraflokksferil hér á landi leikið með KR, fyrir utan eitt tímabil með ÍR. Hildur á að baki 44 landsleiki og er í dag einn af burðarásum landsliðsins. ,,Mér leist strax vel á að ganga til liðs við Grindvíkinga því það er hugur í fólki þar á bæ," sagði Hildur í samtali við mbl.is. Hún segir markið sett hátt á komandi tímabili. ,,Það er ætlunin að berjast um stóru titlana og mig hlakkar mjög til."
mbl.is