FSu í úrvalsdeildina

Ari Gylfason, dökkklæddur, átti góðan leik fyrir FSu í kvöld.
Ari Gylfason, dökkklæddur, átti góðan leik fyrir FSu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Liðsmenn FSu tryggðu sér sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld með sigri á Hamarsmönnum í Hveragerði 103:93 í oddaleik liðanna.

Hamarsmenn unnu fyrsta leikinn í einvíginu en FSu-menn svöruðu með tveimur sigrum í röð.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sm aðeins einu stigi munaði á liðunum 24:25 voru gestirnir sterkari. Þeir tóku forystuna í 2. leikhluta og voru yfir í hálfleik 54:46.

Þeir bættu lítillega við forystuna í 3. leikhluta og héldu henni út leikinn.

Örn Sigurðarson átti stórleik fyrir Hamar og setti niður 32 stig og tók fimm fráköst. Julian Nelson  skoraði 31 stig og tók 13 fráköst.

Hjá FSu var Collin Anthony Pryor atkvæðamikill með 24 stig og 10 fráköst en Ari Gylfason átti einnig stórgóðan leik, setti niður 23 stig og tók fjögur fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert