Rodríguez tekur við Skallagrími

Signý Hermannsdóttir í leik með Val á sínum tíma.
Signý Hermannsdóttir í leik með Val á sínum tíma. Árni Sæberg

Skallagrímskonur ætla sér stóra hluti í 1. deildinni körfunni á komandi tímabili og nú hefur félagið ráðið nýjan aðalþjálfara fyrir tímabilið en sá heitir Manuel A Rodríguez og er Spánverji en hann mun ásamt Signýju Hermannsdóttir mynda þjálfarateimi Skallagríms í vetur.

Manuel A. Rodríguez er 35 ára gamall Spánverji sem á síðasta tímabili stýrði liði Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni og hefur einnig stýrt liði í Euroleague sem og þjálfað í efstu deild á Spáni.

„Ég er mjög ánægður og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að stýra kvennaliði Skallagríms á næsta tímabili. Þetta er mjög spennandi og ég er viljugur til þess að koma liðinu eins hátt og það á skilið," sagði Rodríguez við vefmiðilinn Karfan.is sem greindi frá.,

Kristrún Sigurjónsdóttir gekk einnig í raðir Skallagríms í sumar en hún var síðast í Val.

mbl.is