Keflavík hafði betur í Grindavík

Melissa Zornig t.v. var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld ...
Melissa Zornig t.v. var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld í sigurleiknum í Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík færðist upp í þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld þegar liðið vann Grindavík, 80:76, í hörkuleik í Mustad-höllinni en undir því heiti gengur íþróttahúsið í Grindavíkur um þessar mundir. 

Grindavíkurliðið hafði tögl og haldir í leiknum í fyrri hálfleik og var með 11 stiga forskot að honum loknum, 45:34. Keflavíkurliðið sneri leiknum sér í hag strax í þriðja leikhluta og var með komið með fimm stiga forskot að honum loknum, 62:57.  Grindavík tókst ekki að endurheimta yfirhöndina í fjórða leikhlita og mátti liðið sætta sig við tap. 

Keflavík komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið hefur 12 stig eftir 12 leiki. Grindavíkurliðið færðist niður í fjórða sæti en það hefur einnig 12 stig. 

Grindavík - Keflavík 76:80

Mustad höllin, úrvalsdeild kvenna, 5. janúar 2016.

Gangur leiksins: 9:4, 17:6, 27:10, 30:14, 34:20, 38:24, 41:28, 45:34, 45:40, 53:44, 53:53, 57:62, 60:62, 64:69, 66:71, 76:80.

Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 17/6 fráköst, Hrund Skuladóttir 16, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15, Whitney Michelle Frazier 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Melissa Zornig 20/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/10 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 16/9 fráköst/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elfa Falsdottir 1.

Fráköst: 37 í vörn, 12 í sókn.

mbl.is