KR-ingar slógu Njarðvík út - Grindavík og Þór áfram

Michael Craion með boltann gegn Njarðvík í kvöld. Ólafur Helgi …
Michael Craion með boltann gegn Njarðvík í kvöld. Ólafur Helgi Jónsson er til varnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þrír leikir fóru fram í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld. KR sló meðal annars út Njarðvík þar sem mbl.is var á staðnum, en einnig var fylgst með gangi mála í hinum leikjum kvöldsins hér á síðunni.

Leikur KR og Njarðvíkur var jafn og spennandi framan af. Njarðvíkingar skoruðu síðustu fimm stig fyrsta leikhlutans og voru yfir að honum loknum, 22:19. KR-ingar voru hins vegar mun sterkari í öðrum hluta og unnu hann með tíu stiga mun. Þegar flautað var til hálfleiks voru þeir því sjö stigum yfir, 46:39.

Í þriðja leikhluta breikkaði bilið enn frekar. Njarðvík skoraði þá aðeins tólf stig á meðan KR-ingar voru sprækir og fyrir loka fjórðunginn voru þeir fimmtán stigum yfir, 66:51. Á þeim tíma höfðu aðeins fjórir Njarðvíkingar náð að skora stig í leiknum og því ljóst að erfitt gæti reynst að brúa bilið.

Það reyndist rétt og KR-ingar sigldu sigrinum í höfn og tryggðu um leið sæti sitt í undanúrslitum bikarsins. Lokatölur 90:74. Michael Craion skoraði 26 stig fyrir þá en hjá Njarðvík var Haukur Helgi Pálsson stigahæstur með 27 stig og tók 15 fráköst.

Í Borgarnesi tryggðu Grindvíkingar sömuleiðis sæti sitt í undanúrslitum eftir sigur á 1. deildarliði Skallagríms. Þegar flautað var til hálfleiks voru gestirnir með þægilega forystu, 58:42, og ljóst að heimamenn þyrftu að breyta miklu eftir hlé ætluðu þeir sér áfram. Það gekk hins vegar ekki eftir þó Skallarnir höfðu minnkað muninn undir lokin. Grindavík fór áfram, lokatölur 105:96.

Í Þorlákshöfn tryggðu Þórsarar sé svo sömuleiðis sæti í undanúrslitunum eftir sigur á Haukum, 79:74, eftir að hafa verið fetinu á undan lengst af en ekki náð að hrista gestina af sér.

Tölfræði úr leikjunum má sjá neðst í fréttinni.

KR - Njarðvík 19:22 - 46:39 - 66:51 - 90:74.
Þór Þ. - Haukar 40:32 - 79:74
Skallagrímur - Grindavík 17:31 - 42:58 - 63:79 - 96:105.

 21:04 Búið í Þorlákshöfn, Þór áfram 79:74 eftir sigur á Haukum.

20.49 Leik lokið í Borgarnesi, lokatölur 105:96 fyrir Grindavík. Skallarnir minnkuðu muninn undir lokin en það dugði ekki til.

20.48 Leik lokið, lokatölur 90:74. KR er komið áfram. Craion var stigahæstur þeirra með 26 stig en hjá Njarðvík skoraði Haukur Helgi 27 stig. Við fylgjumst áfram með hinum leikjunum. 

20.47 Staðan í Þorlákshöfn er 62:57 fyrir Þór þegar fjórði hluti er um hálfnaður.

20.43 Brynjar Þór setur niður fallegan þrist fyrir KR. Ein og hálf mínúta eftir hér, staðan 87:74. 

20.42 Bíddu nú við, bilið eitthvað að minnka í Borgarnesi. Grindavík þar yfir 94:83. Þrjár mínútur eftir þar.

20.41 Logi Gunnarsson setur niður þrist og er fimmti leikmaður Njarðvíkur sem kemst á blað í leiknum. Merkileg staðreynd! Tíu stiga munur enn á ný, 81:71 fyrir KR.

20.38 Njarðvíkingar eru að vakna til lífsins og minnkuðu muninn niður, Haukur Helgi að sjálfsögðu, en Brynjar Þór svaraði með þrist. Staðan 79:68

20.36 Þriðja leikhluta lokið í Þorlákshöfn, staðan 53:50 fyrir Þór.

20.35 Stefnir ekkert í endurkomu hjá Skallagrími og Grindavík er með fjórtán stiga forystu, 85:71. Charles Garcia þar bestur með 21 stig en Sigtryggur Arnar er með sextán fyrir Skallana.

20.33 Þriðja leikhluta er rétt að ljúka í Þorlákshöfn, þar er staðan 51:50 fyrir Þór.

20.31 Eftir sjö stig í röð frá Njarðvík í upphafi fjórða hluta skorar Craion körfu og kemur KR tíu stigum yfir á ný. Greinilega ekki allur vindur úr Njarðvíkingum, en það eru aðeins fjórir leikmenn komnir þar á blað. Það er áhyggjuefni. Haukur Helgi langbestur með 24 stig.

20.29 Þriðja leikhluta lokið í Borgarnesi, staðan þar er 79:63 fyrir Grindavík. Þeir eru á góðri leið í undanúrslitin.

20.28 Staðan í Þorlákshöfn er 47:43 fyrir Þór þegar 4:37 er á leikklukkunni. Mesta spennan þar virðist vera.

20.24 Þriðja leikhluta lokið, staðan er 66:51. Þetta var ansi auðvelt fyrir KR hér í þriðja hluta gegn afleitri sókn Njarðvíkur, sem skoraði aðeins tólf stig í hlutanum. Haukur Helgi er þar sá eini sem er með púls hjá þeim, er með nítján stig. Hjá KR er Craion með tuttugu og hinn ungi Þórir Guðmundur kemur næstur með ellefu. 

20.23 Í Þorlákshöfn er staðan 42:39 fyrir Þórsara gegn Haukum þegar þriðji hluti er um þriggja mínútna gamall. Í Borgarnesi eru Grindvíkingar svo enn að rústa Skallagrími, 76:54. 

20.21 Oddur kveikir í Njarðvíkingum með þristi, en það er ótrúlegt að sjá nýtinguna í þriggja stiga skotunum hjá KR. Ekkert vill niður. Elja og barátta er hins vegar þeim í hag...Já gleymum þessu bara, Björn Kristjáns var að setja þrist fyrir KR. Staðan 59:46.

20.18 Ægir Þór er gjörsamlega að fara á kostum hérna fyrir KR, stelur öllu steini léttara frá Njarðvíkingum og er óstöðvandi þegar hann kemst á ferðina. KR-ingar að halda undirtökunum hér, staðan 56:43.

20.15 Grindvíkingar halda áfram í Borgarnesi, staðan þar 71:44 fyrir þeim.

20.14 Þriðji hluti kominn í gang í leik KR og Njarðvíkur, KR-ingar hafa níu stiga forskot 52:43. Craion er að fara á kostum, er kominn með átján stig, en heimamenn eru að missa Pavel í villuvandræði. Hann er kominn með þrjár villur og virkar eitthvað pirraður. Haukur Helgi er með fjórtán stig hjá Njarðvík.

20.05 Þá er einnig kominn hálfleikur í Þorlákshöfn, Þórsarar eru þar yfir 40:32 gegn Haukum. Vince Hall er stigahæstur hjá Þórsurum með fjórtán stig en hjá Haukum er Brandon Mobley með átta.

19.59 Hálfleikur í Borgarnesi, staðan þar er 58:42 fyrir Grindavík gegn Skallagrími. Charles Garcia er með fjórtán stig fyrir Grindavík og Sigtryggur Arnar tíu fyrir Skallana.

19.57 Sem fyrr segir er algört netleysi í Þorlákshöfn, en síðast þegar fréttir bárust af stöðunni þar var hún 30:24 fyrir Þórsurum. Leikurinn þar byrjaði aðeins seinna, en ég mun flytja fréttir af því hvernig staðan er í hálfleik.

19.55 Það er ekki enn kominn hálfleikur í Borgarnesi, en þar er Grindavík með örugga forystu, 53:32. 

19.53 Hálfleikur, staðan er 46:39. KR-ingar náðu ágætu forskoti hér undir lok annars leikhluta. Þegar hálf sekúnda var eftir steinlá Maciek Baginski eftir að hafa fengið öxlina á Brynjari beint í andlitið. Þeir komust þó heilir frá því.

Craion er stigahæstur með fjórtán stig en hjá Njarðvík er Haukur Helgi með tólf og Oddur Helgi tíu.

19.45 Fínn kafli hjá KR núna en Oddur Rúnar er ekkert að grínast og setur niður geggjaðan þrist... En já það gerir Björn Kristjáns bara líka fyrir KR! Staðan 42:37 fyrir KR.

Í Borgarnesi er Grindavík að valta yfir Skallagrím, staðan þar 40:20.

19.40 Það er allt í járnum í DHL-höllinni. Oddur Rúnar var núna að brjótast inn í teiginn og minnka muninn í eitt stig, staðan 28:27 fyrir KR.

19.34 Fyrsta leikhluta lokið í Borgarnesi og Grindvíkingar eru þar komnir með ansi þægilega forystu, 31:17. Charles Garcia er með tólf stig í sínum fyrsta leik fyrir Grindvíkinga en hjá Skallagrími er 

19.32 Í Borgarnesi er skammt eftir af fyrsta hluta og staðan þar 26:15 fyrir Grindavík. Það virðist hins vegar vera ólag á tölvukerfinu í Þorlákshöfn og því hef ég engar tölur úr leik Þórs og Hauka.

19.30 Fyrsta leikhluta lokið, staðan er 19:22. Í DHL-höllinni eru Ólafur Helgi setti þrist fyrir Njarðvík þegar skammt var eftir og kláraði svo leikhlutann með því að setja niður tvö vítaskot og koma gestunum þremur stigum yfir. Hann er með sjö stig fyrir þá en hjá KR er Michael Craion með níu. 

19.24 Ægir stelur boltanum glæsilega fyrir KR og spilar svo skemmtilega saman við Helga áður en hann skorar. Fimm stiga munur, KR í vil, 15:10.

19.19 Gríðarlegur hraði í leik KR og Njarðvíkur í byrjun. Liðin hafa skipst á að skora, staðan núna 6:5 fyrir Njarðvík.

19.16 Leikirnir eru komnir í gang.

19:08 Bæði KR og Njarðvík byrjuðu árið á tapi í Dominos-deildinni. KR tapaði fyrir Stjörnunni, öðru sinni í vetur, á meðan Njarðvík tapaði nokkuð óvænt gegn botnliði Hattar fyrir austan.

18.55 Upphitun hér í Vesturbænum er komin á fullt og menn eru núna að skjóta sig í gang eftir teygjuæfingar. Röddin sjálf heldur svo uppi taktinum með tónlistarvalinu í húsinu.

18.30 Velkomin með mbl.is í beina lýsingu frá átta liða úrslitum karla í körfuknattleik. Andri Yrkill Valsson er staddur í DHL-höllinni í Vesturbæ og fylgist með viðureign KR og Njarðvíkur, en einnig með gangi mála í hinum leikjunum.

<b>Þór Þ. - Haukar 79:74</b>

Icelandic Glacial höllin, Bikarkeppni karla, 11. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:6, 17:13,

<b>23:16</b>

, 27:20, 33:27, 35:29,

<b>40:32</b>

, 42:39, 45:41, 49:50,

<b>53:50</b>

, 57:53, 63:59, 69:64,

<b>79:74</b>

.

<b>Þór Þ.</b>

: Vance Michael Hall 27/6 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 17, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 16/10 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5.

<b>Fráköst</b>

: 24 í vörn, 2 í sókn.

<b>Haukar</b>

: Brandon Mobley 28/8 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Finnur Atli Magnússon 9/4 fráköst, Emil Barja 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 6, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Guðni Heiðar Valentínusson 2.

<b>Fráköst</b>

: 25 í vörn, 7 í sókn.

<b>Skallagrímur - Grindavík 96:105</b>

Borgarnes, Bikarkeppni karla, 11. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 0:4, 8:12, 15:23,

<b>17:31</b>

, 20:40, 23:40, 31:50,

<b>42:58</b>

, 44:71, 50:74, 56:76,

<b>63:79</b>

, 71:85, 77:89, 85:96,

<b>96:105</b>

.

<b>Skallagrímur</b>

: Sigtryggur Arnar Björnsson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jean Rony Cadet 22/9 fráköst/8 stoðsendingar, Arnar Smári Bjarnason 18/5 fráköst, Almar Örn Björnsson 13/4 fráköst, Kristófer Gíslason 6/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 5, Þorsteinn Þórarinsson 2, Davíð Ásgeirsson 1.

<b>Fráköst</b>

: 23 í vörn, 12 í sókn.

<b>Grindavík</b>

: Charles Wayne Garcia Jr. 27/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 8, Kristófer Breki Gylfason 3.

<b>Fráköst</b>

: 24 í vörn, 12 í sókn.

<br/><br/> <b>KR - Njarðvík 90:74</b>

DHL-höllin, Bikarkeppni karla, 11. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 5:6, 9:8, 17:15,

<b>19:22</b>

, 26:25, 33:30, 42:37,

<b>46:39</b>

, 50:41, 54:43, 56:46,

<b>66:51</b>

, 68:58, 73:66, 81:71,

<b>90:74</b>

.

<b>KR</b>

: Michael Craion 26/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 11, Ægir Þór Steinarsson 9/5 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Helgi Már Magnússon 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 2/6 fráköst.

<b>Fráköst</b>

: 33 í vörn, 8 í sókn.

<b>Njarðvík</b>

: Haukur Helgi Pálsson 27/15 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 15, Hjörtur Hrafn Einarsson 10/4 fráköst, Logi Gunnarsson 3.

<b>Fráköst</b>

: 23 í vörn, 5 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert