Frábær sigur Snæfells á Haukum

Berglind Gunnarsdóttir og félagar hennar í Snæfelli mæta Haukum í ...
Berglind Gunnarsdóttir og félagar hennar í Snæfelli mæta Haukum í toppslag í kvöld. mbl.is/Eggert

Snæfell vann í kvöld frábæran sigur á Haukum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik og kom sér eitt liða á toppinn.

Lokatölur í Stykkishólmi urðu 84:70 fyrir Snæfell sem hafði þægilega forystu allan leikinn.

Hjá Snæfelli var Haiden Deinse Palmer stigahæst með heil 30 stig en hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir stigahæst með 26 stig.

Snæfell hefur 26 stig í toppsætinu en Haukar 24 í 2. sæti.

40. Snæfell vinnur 84:70!

37. Tvær og hálf mínúta eftir og enn eru heimakonur í Snæfell með talsverða forystu, og eru 73:61 yfir.

30. Staðan er 67:49 fyrir síðasta leikhluta.

27. Snæfell hefur enn 13 stiga forystu og halda Haukunum í þægilegri fjarlægð.

20. Staðan er 50:30 fyrir heimakonur í Snæfelli í hálfleik! Haiden Denise Palmer er stigahæst hjá Snæfelli með 22 stig. Hjá Haukum er Helena Sverrisdótttir atkvæðamest með 12 stig í hálfleik.

10. Frábær 1. leikhluti að baki hjá Snæfelli sem er yfir gegn Haukum 29:11.

7. Staðan er 15:10 þegar þrjár mínútur eru eftir af 1. leikhluta. Helena Sverrisdóttir er stigahæst hjá Haukum með 6 stig en Hai­den Den­is Pal­mer hjáj Snæfelli með 8 stig.

1. Leikurinn er hafinn.

mbl.is