Leikmannahópur Stjörnunnar styrkist

Heiðrún Kristmundsdóttir í leik með KR.
Heiðrún Kristmundsdóttir í leik með KR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baldur Ingi Jónasson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik, er að þétta raðirnar og hefur fengið tvo leikmenn í Garðabæinn. 

Um er að ræða Adrienne Godbold frá Bandaríkjunum og Heiðrúnu Kristmundsdóttur sem spilaði í bandaríska háskólaboltanum fyrr í vetur. Komu þær báðar við sögu þegar Stjarnan tapaði fyrir Keflavík í Dominos-deildinni í gærkvöldi 53:48. Godbold skoraði þá 7 stig og Heiðrún 4.

Godbold lék síðast með Freiburg í Þýskalandi og er 24 ára gamall bakvörður. Hún leysir af hólmi Chelsie Schweers sem gekk í raðir Hauka. 

Stjarnan er nýliði í Dominos-deildinni og situr í 6. sæti en tímabilið hefur verið liðinu nokkuð erfitt meðal annars vegna meiðsla lykilmanna. 

mbl.is