Boston Celtics í úrslitaeinvígið

Isaiah Thomas ræðir við liðsfélaga sína í leiknum við Washington ...
Isaiah Thomas ræðir við liðsfélaga sína í leiknum við Washington í nótt. AFP

Boston Celtics tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir sigur á Washington Wizards, 115:105, í oddaleik liðanna í undanúrslitum í nótt.

Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Washington komu hins vegar aðeins fimm stig af bekknum og stigahæstur var Bradley Beal með 38 stig.

Boston mætir meisturum Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvíginu, en Cleveland sópaði Toronto Raptors í sumarfrí 4:0. Í Vesturdeildinni eru það Golden State Warriors og San Antonio Spurs sem leika til úrslita.

mbl.is