Meistararnir unnu fyrsta úrslitaleikinn

LeBron James var frábær í nótt.
LeBron James var frábær í nótt. AFP

Ríkjandi meistarar Cleveland Cavaliers tóku frumkvæðið gegn Boston Celtics í fyrsta úrslitaleik liðanna í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. Cleveland vann leikinn á útivelli, 117:104.

Meistararnir tóku frumkvæðið frá upphafi og með LeBron James fremstan í flokki var forskoti liðsins vart ógnað. LeBron skoraði 38 stig og var stigahæstur á vellinum, auk þess sem hann tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Á eftir honum náði Kevin Love í tvennu með 32 stig og 12 fráköst.

Hjá Boston voru þeir Avery Bradley og Jae Crowder stigahæstir með 21 stig hvor, en næsti leikur fer einnig fram í Boston aðfaranótt sunnudagsins. Cleveland er komið í 1:0 í einvíginu en fjóra sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í lokaúrslitum deildarinnar.

mbl.is