Sparihliðin í einn leikhluta

Íslenskir áhorfendur settu stóran svip á leikinn.
Íslenskir áhorfendur settu stóran svip á leikinn. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Eins erfitt og það getur verið að horfa á íslenska landsliðið í körfubolta þegar illa gengur er magnað að fylgjast með því þegar það kemst á skrið. Það gerðist í öðrum leikhluta leiksins gegn Grikklandi í gær. Bæði lið voru mistæk í upphafi en þá tóku Grikkirnir við sér og skoruðu tólf stig í röð án þess að Íslendingarnir næðu að svara fyrir sig.

Þegar áhlaup Íslands byrjaði var munurinn orðinn 19 stig. Þá settu íslensku strákarnir lok á körfuna og söxuðu forskotið niður jafnt og þétt.

Á þessum kafla var eins og Grikkirnir yrðu ráðvilltir og pirraðir. Íslensku áhorfendurnir, sem fylltu stúkuna klæddir bláum bolum, gerðu sitt. Stundum er sagt að áhorfendur geti verið eins og sjötti leikmaðurinn og þarna átti það við. Þeir voru sem einn maður, hvort sem þeir bauluðu eða hvöttu.

Besta dæmið var þegar miðherji gríska liðsins, Ioannis Bourousis, komst á vítalínuna eftir að brotið hafði verið á honum undir körfunni.

Þegar hann stillti sér upp á vítalínunni byrjuðu áhorfendur að baula og blístra þannig að vart heyrðist mannsins mál. Og vitaskuld geiguðu bæði skot þessa reynda leikmanns.

Sjá ítarlega umfjöllun um fyrsta leik Íslands á EM í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »