Neyðist til að hætta sökum höfuðhöggs

Fanney Lind Thomas í leik með Skallagrími gegn Stjörnunni.
Fanney Lind Thomas í leik með Skallagrími gegn Stjörnunni. mbl.is/Golli

Fanney Lind Thomas sem leikið hefur með Skallagrími í Dominos-deild kvenna í körfubolta hefur neyðst til þess að hætta körfuboltaiðkun. Fanney Lind greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að ástæðan sé afleiðingar höfuðhöggs sem hún varð fyrir í leik liðsins gegn Val 11. október síðastliðinn. 

Fanney hefur ekkert getað spilað síðan hún fékk höfuðhöggið, en þar áður hafði skorað að meðaltali átta stig í leikjum Skallagríms í vetur, auk þess að taka þrjú fráköst og gefa eina stoðsendingu. Fanney Lind er uppalin í Hamri, en hefur einnig leikið með Fjölni, Val og Þór Akureyri á leikmannsferli sínum.

Færslu Fanneyjar Lindar má sjá hér að neðan:

mbl.is