Trúum að bikarkeppnin verði okkar keppni

Berglind Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells.
Berglind Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Gunnarsdóttir og stöllur hennar í liði Snæfells mæta ríkjandi Íslands- og bikarmeistum Keflavíkur í undanúrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld.

Snæfells-liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í Dominos-deildinni en liðið er næst neðsta sæti en meistarar Keflavíkur eru í 2.-3. sæti deildarinnar. Snæfell hefur einni sinni hampað bikarmeistaratitlinum en liðið vann Grindavík í úrslitum 2016 en Keflavík hefur unnið bikarinn oftast allra liða eða alls 14 sinnum.

„Mér líst bara vel á að mæta Keflavík. Það er alltaf gaman að spila á móti Keflvíkingum og við eigum harma að hefna frá því um síðustu helgi þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni. Við höfum verið í þessum sporum áður og vitum hvernig það er að upplifa að spila til úrslita í bikarkeppninni. Við þekkjum tilfinninguna að vinna bikarinn og það væri gaman að upplifa það aftur,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells við mbl.is.

„Ég held að það megi segja að Keflavíkur-liðið er sterkara á pappírunum en tvö neðstu liðin í deildinni eru komin í undanúrslitin. Bikarleikir eru öðruvísi en deildarleikir. Við trúum því að bikarkeppnin verði okkar keppni í ár. Ég vona að við fáum góðan stuðning frá öllum Hólmurum og þeir fjölmenni í Höllina til að hvetja okkur. Við höfum alltaf fengið góðan stuðning,“ sagði Berglind.

Benedikt Guðmundsson körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins spáir í spilin í undanúrslitum Maltbikarsins í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert