Vilja fá rúmar átta milljónir

Kristinn Pálsson í búningi Njarðvíkur.
Kristinn Pálsson í búningi Njarðvíkur. Ljósmynd/Skúli B. Sig

„Vonandi verður fundin lausn á málinu fyrir annað kvöld,“ sagði Páll Kristinsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi þegar hann spurður hver staðan væri í máli körfuknattleiksmannsins unga, Kristins Pálssonar.

Evrópska körfuknattleikssambandið, FIBA Europe, hefur sett hann í leikbann með Njarðvíkurliðinu að kröfu ítalska liðsins Stella Azzura. Kristinn lék með liðinu í tvo vetur áður en hann fluttist til Bandaríkjanna og settist á skólabekk í Marist-háskólanum.

Kristinn flutti heim til Íslands í desember eftir fimm ár á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Hann lék þrjá leiki með Njarðvík fyrr í þessum mánuði áður en FIBA Europe afturkallaði leikheimild hans með Njarðvík.

Forráðamenn Stella Azzura krefjast uppeldisbóta frá Njarðvíkurliðinu. Að sögn Páls, sem er faðir Kristins, nemur krafa ítalska liðsins 65.000 evrum, jafnvirði 8,2 milljóna króna. Um er að ræða upphæð sem félagið segist hafa lagt út fyrir skólagjöldum Kristins við háskólann í Bandaríkjunum.

FIBA Europe er að fara yfir málið. Eins og fyrr segir er vonast eftir lausn fyrir lok dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert