Mjög gott að vera kominn á parketið á ný

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson, leikmaður Njarðvíkur var sáttur með 10 stiga sigur liðsins á Þór Akureyri, 84:74, í kvöld í Dominos-deildinni en leikið var suður með sjó. 

Kristinn hefur sjálfur verið fjarri góðu gamni vegna deilu Njarðvíkinga við ítalskt skólalið um greiðslur á uppeldisbótum en hann var ánægður með að vera kominn á parketið.

„Það var gott að koma til baka og vinna þennan leik með 10 stigum,“ sagði Kristinn sem sagði sína menn hafa verið góða og ætti þessi sigur að gefa Njarðvíkingum góðan byr fyrir næsta verkefni sem er risavaxið og í Grindavíkinni. 

Nánar er rætt við Kristinn í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert