Með „kassann“ úti í leit að verðugum arftaka

Finnur Freyr Stefánsson kvaddi með Íslandsmeistaratitli.
Finnur Freyr Stefánsson kvaddi með Íslandsmeistaratitli. mbl.is/Árni Sæberg

KR-ingar þurfa nú að finna sér arftaka manns sem gert hefur karlalið félagsins í körfubolta að því sigursælasta í Íslandssögunni. Finnur „sem allt vinnur“ Freyr Stefánsson, sem stýrt hefur KR til Íslandsmeistaratitils öll fimm ár sín sem þjálfari liðsins, hefur ákveðið að róa á ný mið. Undir hans stjórn vann liðið einnig fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Í samtali við mbl.is í gær kvaðst Finnur stefna á að halda áfram að þjálfa en orðrómur er um að hann sé hugsanlega á leið til Svíþjóðar. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa og tel að það sé gott að breyta til á þessum tímapunkti og fá nýjar áskoranir. Ég og frúin ákváðum að taka sumarið í að velta fyrir okkur næstu skrefum,“ sagði Finnur.

Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs karla og varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að leit sé hafin að nýjum þjálfara, bæði innan- og utanlands. Hugsanlegt sé að horfið verði frá ákveðinni reglu sem gilt hefur um þjálfaramál KR um langa hríð.

Sjáðu ítarlegri umfjöllun um þjálfaramál KR í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert