Thelma Dís á förum til Bandaríkjanna

Thelma Dís Ágústsdóttir er á förum í bandaríska háskólaboltann.
Thelma Dís Ágústsdóttir er á förum í bandaríska háskólaboltann. mbl.is/Golli

Landsliðskonan Thelma Dís Ágústdóttir mun leika með körfuknattleiksliði Ball State háskólans í Indiana í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en það er Karfan.is sem greinir frá þessu í kvöld. Ball State leikur í Mið-Ameríkudeild efstu deildar háskólaboltans í Bandaríkjunum.

Thelma er uppalinn í Keflavík og varð meðal annars tvöfaldur meistari með liðinu, tímabilið 2016-2017. Hún var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna, sama tímabil og þá varð hún bikarmeistari með Keflavík á síðustu leiktíð. Hún skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. 

mbl.is