Kvaddi alþjóðasviðið í Chemnitz

Sigmundur Már Herbertsson, lengst til vinstri, hefur dæmt 223. aljþóðlega …
Sigmundur Már Herbertsson, lengst til vinstri, hefur dæmt 223. aljþóðlega leiki á ferlinum. mbl.is/Golli

Sigmundur Már Herbertsson körfuknattleiksdómari dæmdi sinn 223. og síðasta alþjóðlega körfuboltaleik í Chemnitz í Þýskalandi á sunnudaginn. Það var viðureign Serbíu og Tyrklands um 5. sætið á Evrópumóti karla 20 ára og yngri sem þá lauk í þýsku borginni. Honum lauk með sigri Tyrkja, 89:73.

Sigmundur verður fimmtugur 1. ágúst og þarf þá að hætta störfum sem dómari hjá FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandinu.

Hann dæmdi sinn fyrsta alþjóðlega leik fyrir fimmtán árum, 6. ágúst 2003, en það var viðureign Skotlands og Hollands í Evrópukeppni U18 ára landsliða í Chiavenna á Ítalíu.

Sjá má greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert