Ótrúlegur seinni hálfleikur tryggði sigurinn

Íslenska liðið hafnaði í 15. sæti.
Íslenska liðið hafnaði í 15. sæti. Ljósmynd/FIBA

Ísland vann góðan 86:55-sigur á Austurríki í síðasta leik sínum í B-deild Evrópumóts 18 ára og yngri í Skopje í Makedóníu í dag. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik, en íslensku strákarnir völtuðu yfir Austurríkismenn í þeim síðari.  

Með sigrinum tryggði Ísland sér 15. sæti mótsins. Hilmar Smári Henningsson átti glæsilegan leik og skoraði 24 stig og þeir Sigvaldi Eggertsson og Arnór Sveinsson gerðu 14 stig hvor. 

Ísland vann tvo leiki en tapaði sex á mótinu og tryggði sér áframhaldandi veru í B-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert