U16 mætt til Bosníu

Ágúst Björgvinsson er þjálfari íslenska U16 ára landsliðsins.
Ágúst Björgvinsson er þjálfari íslenska U16 ára landsliðsins. mbl.is/Hari

Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, er mætt til Sarajevo í Bosníu þar sem liðið mun keppa í B-deild Evrópumótsins. Mótið fer fram dagana 9.-18. ágúst en fyrsti leikur liðsins er gegn Finnlandi á morgun og hefst hann klukkan 19 að íslenskum tíma.

Ísland leikur í riðli með Finnlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Kýpur en eftir að honum lýkur verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni.  Alls eru 24 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt, 16 lið leika í A-deild og 10 lið í C-deild. 

Þjálfari íslenska liðsins er Ágúst Björgvinsson en hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Ástþór Atli Svalason · Valur
Benóný Svanur Sigurðsson · ÍR
Friðrik Anton Jónsson · Stjarnan
Gabriel Douane Boama · Valur
Hilmir Hallgrímsson · Vestri
Hugi Hallgrímsson · Vestri
Magnús Helgi Lúðvíksson · Stjarnan
Marinó Þór Pálmason · Skallagrímur
Ólafur Björn Gunnlaugsson · Valur
Sveinn Búi Birgisson · KR
Viktor Máni Steffensen · Fjölnir
Þorvaldur Orri Árnason · KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert