Ísland hafnaði í sjötta sæti

Íslenska liðið hafnar í sjötta sæti.
Íslenska liðið hafnar í sjötta sæti. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri hafnar í sjötta sæti í B-deild Evrópumótsins í Sarajevó í Bosníu eftir 84:78-tap fyrir Póllandi í síðasta leik liðsins á mótinu í dag. 

Ísland vann fimm leiki og tapaði þremur á mótinu. Ástþór Atli Svala­son var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og Þorvaldur Orri Árnason gerði 14 stig. Ísland leikur því aftur í B-deildinni á næsta ári. 

mbl.is