Sigvaldi til Spánar

Sigvaldi Eggertsson skrifar undir samninginn við Monbus Obradoiro.
Sigvaldi Eggertsson skrifar undir samninginn við Monbus Obradoiro.

„Ég er gríðarlega spenntur,“ sagði Sigvaldi Eggertsson, unglingalandsliðsmaður í körfuknattleik, við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann hafði þá nýlokið við að skrifa undir samning við spænska liðið Monbus Obradoiro.

Liðið er sterkt og leikur í efstu deild en Sigvaldi mun spila með varaliði félagsins í neðri deild í vetur. Hann gerði hins vegar tveggja ára samning og fær því tíma til að sanna sig. Sigvaldi fær tækifæri til að æfa með aðalliðinu og segir það hafa skipt máli þegar hann ákvað að taka Monbus fram yfir önnur lið á Spáni sem sýndu áhuga. „Það er gott tækifæri sem ég er tilbúinn að kýla á.“

Sigvaldi verður ekki eini Íslendingurinn hjá félaginu, því Tryggvi Snær Hlinason var lánaður þangað frá Valencia.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »