Bankaði upp á og samdi við Keflavík

Mantas Mockevicius handsalar samninginn við Keflavík.
Mantas Mockevicius handsalar samninginn við Keflavík. Ljósmynd/@keflavikkarfa

Keflavík hefur fengið óvæntan liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil í körfubolta karla en félagið hefur samið við Mantas Mockevicius frá Litháen.

Mockevicius er fæddur árið 1993 og búsettur á Íslandi. Samkvæmt Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur mætti hann „galvaskur í íþróttahúsið við Sunnubraut og spurði hvort hann gæti ekki fengið að vera með á æfingu, sem hann fékk. Það fór ekki á milli mála að drengurinn kunni körfubolta svo penninn var rifinn á loft og gerður var við hann samningur.“

Mockevicius mun spila með Keflavík gegn Njarðvík annað kvöld á Pétursmótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert